Fréttir
8. Júlí 2014
REYKJAVIKUR MARAŢON
HEITUM Á HLAUPARAHLAUPUM Í ÞÁGU SKÁLATÚNS |
Hlaupið í krafti fjöldans.
Hlaupastyrkur.is á ensku. |
21. Febrúar 2014
OPIĐ HÚS.
OPIÐ HÚS Í DAGÞJÓNUSTU SKÁLATÚNS
Laugardaginn 22. febrúar frá kl. 14.00 til 17.00 verður opið hús í dagþjónustu Skálatúns í tilefni af 60 ára afmæli Skálatúnsheimilisins. Gestir og gangandi verða boðnir velkomnir, starfsemin kynnt og kaffiveitingar í boði.
Að kvöldi afmælisdagsins 30. janúar var haldin veisla fyrir íbúa og starfsmenn í Harðarbóli í Mosfellsbæ. Þema kvöldisns var kúrekar. Afmælisfagnaðurinn heppnaðist vel og gestirnir skemmtu sér hið besta. Páll Óskar Hjálmtýsson og Bjartmar Guðlaugsson skemmtu, Heiða Sigrún Andrésdóttir kenndi línudans og hljómsveitin Kókos úr Mosfellsbæ lék fyrir dansi. Listamennirnir gáfu allir vinnu sína. Ţá gaf Bakarí Mosfellsbæjar veglega afmælistertu sem gestir gæddu sér á. Íbúar og starfsfólk Skálatúns vilja nota þetta tækifæri og þakka ofangreindum velunnurum Skálatúns kærlega fyrir þeirra framlag.
Með vinsemd,
f.h. Skálatúns
Helgi Hróðmarsson, framkv.stj.
30. Janúar 2014
Skálatúnsheimiliđ 60 ára.
Skálatúnsheimilið 60 ára
Í dag fimmtudag, 30. janúar eru liðin 60 ár frá því að fyrstu börnin fluttu á Skáltúnsheimilið. Það telst því vera stofndagur Skálatúnsheimilisins.
Að kvöldi afmælisdagsins 30. janúar verður blásið til veislu fyrir íbúa og starfsmenn í Harðarbóli í Mosfellsbæ. Húsið verður opnað kl. 18.00. Bjartmar Guðlaugsson og Páll Óskar Hjálmtýsson munu skemmta og leikið verður fyrir dansi.
Laugardaginn 22. febrúar frá kl. 14.00 til 17.00 verður síðan opið hús á Skálatúnsheimilinu. Gestir og gangandi verða boðnir velkomnir, starfsemin kynnt og boðið verður upp á léttar veitingar. Frekari umfjöllun um dagskránna 22. febrúar verður birt þegar nær dregur..
Meðfylgjandi er grein um Skálatún og myndir frá gamalli tíð.
27. Nóvember 2013
Jólamarkađur Vinnustofa Skálatúns

17. Október 2013
Fyrirlestur á Skálatúni
FYRIRLESTUR á Skálatúni.
EINELTI Á VINNUSTÖÐUM
Sveina Berglind Jónsdóttir, sálfræðingur
Sveina Berglind Jónsdóttir, sálfræðingur, deildarstjóri starfsgetumats hjá VIRK hélt fyrirlestur um EINELTI Á VINNUSTÖÐUM fyrir starfsfólk Skálatúnsheimilisins 29. september og 2. október s.l.
Í fyrirlestrinum fjallaði hún m.a. um ýmsar hliðar eineltis og hvernig bregðast skuli við.
Sveina Berglind ræddi eftirtalda efnisþætti:
- - Hvað er einelti?
- - Upplifun og mat starfsmanns
- - Einelti er ekki...
- - Lagalegur réttur
- - Umfang vandans hér á landi - tíðni eineltis hjá ríkisstarfsmönnum skv. könnum fjármálaráðuneytis vorið 2008
- - Orsakir eineltis
- - Þættir sem geta kallað fram eineltishegðun
- - Algeng birtingarform
- - Áhrif eineltis á þolanda
- - Áhrif eineltis á fyrirtækið
- - Þjóðfélagslegar og efnahagslegar afleiðingar
- - Þolendur
- - Gerendur
- - Meðvirkni - óvirkni - samábyrgð
- - Aðgerðir gegn einelti
- - Tilkynningar um einelti
- - Viðbrögð yfirmanns
- - Ef vinnustaður og stjórnendur bregðast
- - Fyrirmyndarvinnustaður
4. Október 2013
Skynörvunarherbergi í Skjóli
29.nóvember árið 2011 voru fulltrúar Skálatúnsheimilisins boðaðir til móttöku í húsakynnum fyrirtækis Halldórs Jónssonar h/f . Tilefnið var afhending styrks úr Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar að upphæð kr. 2.500.000.
Styrknum var varið í að útbúa tvö skynörvunarherbergi (Snozelen) í Skjólinu. Annað herbergið er svart og hitt hvítt. Herbergin voru formlega tekin í notkun á opnu húsi í apríl 2012. Nú rúmlega ári seinna og reynslunni ríkari sjáum við að herbergin hafa gefið afar góða raun með okkar þjónustuþegum og ávinningurinn leynir sér ekki.
Hægt er að skoða myndband um skynörvunaraðstöðuna með því að smella á myndina hér fyrir neðan. Höfundur er Björgvin Ottósson kvikmyndagerðarmaður og stuðningsfulltrúi í Dagþjónustu.
24. September 2013
HLUTVERK – SAMTÖK UM VINNU- OG VERKŢJÁLFUN
HLUTVERK, Samtök um vinnu- og verkþjálfun hélt stjórnarfund sinn í Blönduhlíð, húsnæði Skálatúnsheimilisins fimmtudaginn 19. september s.l. Áður en fundurinn hófst, fór fram kynning á starfsemi Skálatúnsheimilisins auk þess sem stjórnarfulltrúarnir skoðuðu dagþjónustu Skálatúnsheimilisins – Skjól og vinnustofu. Fulltrúar Skálatúnsheimilisins sátu síðan stjórnarfundinn. Samstarf sem þetta er af hinu góða og mikilvægt að hlúa að sem opnustum og bestum tengslum. Þannig skapast vettvangur til skoðanaskipta og upplýsingagjafar, öllum til hagsbóta.
Tilgangur HLUTVERKS er:a) að stuðla að góðu samstarfi og samskiptum fyrirtækja og stofnana innan sambandsins.b) að gæta hagsmuna sambandsaðila.c) að stuðla að samvinnu við önnur fyrirtæki, stofnanir, félög og félagasambönd, innanlands og utan, í upplýsinga- og fræðsluskyni varðandi atvinnumál fatlaðs fólks og annarra sem þurfa á stuðningi að halda.d) að vera ráðgefandi stofnunum ríkis og sveitarfélaga, þar með talin ráðuneyti og annarra þeirra sem sjá um starfsendurhæfingu og atvinnumál fatlaðs fólks.e) að stuðla að samstarfi um uppbyggingu á starfsþjálfun, hæfingu og endurhæfingu fyrir einstaklinga til starfa á vinnumarkaði.
Stjórn HLUTVERKS:Formaður: Kristján Valdimarsson, Örvi - Ritari: Ţorsteinn Jóhannsson, Vinnustaðir ÖBÍ - Gjaldkeri:
Ólöf Leifsdóttir, Plastiðjan Bjarg – Iðjulundur - Meðstjórnendur: Bryndís Theódórsdóttir, Ams Reykjavík - Halldóra Þ. Jónsdóttir, Ás vinnustofa - Ragnhildur Jónsdóttir, Viss og Þórhildur Garðarsdóttir, BjarkarásSími HLUTVERKS: 554-3277 - Netfang HLUTVERKS: kristjanv@kopavogur.is
29. Júlí 2013
REYKJAVÍKURMARAŢON ÍSLANDSBANKA
HLAUPUM Í ÞÁGU SKÁLATÚNSHEIMILISINS
|
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er í fullum gangi Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða. Hægt er að heita á hlaupara fram að miðnætti mánudaginn 26. ágúst en hlaupið fer fram laugardaginn 24. ágúst 2013. Auðvelt er að heita á hlaupara á http://www.hlaupastyrkur.is/ Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu og með því að senda áheitanúmer keppenda sem sms skeyti. Bæði er hægt er að heita á einstaklinga og boðhlaupslið. Auðvelt er að leita að einstakling eða liði með því að slá inn nafn eða hluta úr nafni viðkomandi í leitarstrenginn. Einnig er hægt að finna hvaða einstaklingar og lið hlaupa fyrir hvert góðgerðafélag í listanum yfir góðgerðafélög. Hlaupa til góðs Að hlaupa er frábær hreyfing sem verður enn betri ef hægt er að styrkja góð málefni um leið. Ef þú vilt hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2013 þarftu að byrja á því að skrá þig í hlaupið og fara síðan inn á http://www.hlaupastyrkur.is%20/ til að setja áheitasöfnun í gang. Ţegar þú skráir þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á http://www.marathon.is%20/ býðst þér í skráningarferlinu að skrá þig sem góðgerðahlaupara fyrir ákveðið góðgerðafélag. Haka þarf í reitinn „Já, ég vil hlaupa til góðs" og velja góðgerðafélag í fellilistanum. Veljir þú að hlaupa til góðs birtist nafn þitt á http://www.hlaupastyrkur.is%20/ og hver sem er getur heitið á þig með því að senda sms eða greiða með kreditkorti eða millifærslu. Þú getur notað innskráningarupplýsingarnar sem þú fékkst sendar í tölvupósti til að fara inná þitt nafn á http://www.hlaupastyrkur.is/ Þar getur þú bæði sett inn myndir og sagt frá ástæðu þess að þú hleypur fyrir tiltekið félag. Um leið og Skálatúnsheimilið hvetur fólk til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki Íslandsbanka hvetjum við hlaupara að skrá sig og hlaupa í þágu íbúa Skálatúnsheimilisins. Þeim sem það gera eru færðar innilegar þakkir. Upplýsingar um Skálatúnsheimilið má fynna á heimasíðunni: http://www.skalatun.is/ |
19. Apríl 2013
List án landamćra.
![]() |
Opnunarhátíð Listar án landamæra var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Auk fjölmargra skemmtiatriða var opnuð myndlistarsýning í austursal Ráðhússins. Fulltrúi Vinnustofa Skálatúns á sýningunni er Ingibjörg Sæmundsdóttir, Ína og sýnir hún verkið „Hamingja" sem er unnið með blandaðri tækni. Myndefnið er af henni sjálfri og Birgi (Bigga) unnusta hennar.
Hægt er að sjá fleiri myndir á Facebook síðu Vinnustofa Skálatúns. |
1. Mars 2013
KĆRLEIKSVIKA Í MOSFELLSBĆ
KÆRLEIKSPÚÐAR FRÁ VINNUSTOFUM SKÁLATÚNS
Vikuna 17.-24. febrúar var haldin Kærleiksvika í Mosfellsbæ. Af því tilefni tók starfsfólk Vinnustofa Skálatúns sig til og hannaði og saumaði sérstaka Kærleikspúða. Púðarnir eru með rennilás og inn í þá voru sett útklippt hjörtu sem á voru skrifuð kærleikskorn og spakmæli. Öll heimili og skrifstofa Skálatúnsheimilisins fengu síðan hvert sinn púða fyllta með spakmælum fyrir alla íbúa, starfsmenn og gesti. Til stendur að halda áfram með þetta verkefni og hafa púðana til sölu t.d. til brúðargjafa.
Vorboðinn, kór eldri borgara í Mosfellsbæ hefur haldið jólatónleika fyrir heimilisfólk og starfsmenn Skálatúnsheimilisins á aðventunni síðustu ár. Var því ákveðið að færa þessum velunnurum okkar gjöf í tengslum við kærleiksvikuna. Kórinn er með æfingar á mánudögum í Safnaðarheimili Lágafellskirkju og var ákveðið að koma þeim á óvart á æfingu og færa þeim Kærleikspúða og glerlistaverk að gjöf. Kórfélagar þökkuðu fyrir sig með því að taka lagið.
Kristín Þórðardóttir og Sigrún Lóa Ármannsdóttir starfsmenn Vinnustofa Skálatúns afhenda Úlfhildi Geirsdóttur Kærleikspúða og glerlistaverk.
Meira um kærleiksviku í Mosfellsbæ (tengja í tengilinn fyrir neðan)
Leit
Toppmynd
