Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu vefs

Fréttir

5. Maí 2010

Skjól - Afţreying og hćfing.

 
Með flutningi í Úthlíð og endurbættri aðstöðu er
mögulegt að útvíkka starfsemina í Skjólinu og
fjölga notendum þjónustunnar. Viðræður standa yfir
við Svæðisskrifstofu Reykjaness og fjölskyldusvið
Mosfellsbæjar um fleiri utanaðkomandi notendur
Dagþjónustu Skálatúnsheimilisins.
 

29. Apríl 2010

Víđihlíđ tekin í notkun.

Lokun vistheimilis :
Sá langþráði draumur rættist að síðustu heimilismenn búandi
á vistdeild Skálatúnsheimilisins fluttu í sambýlið í
Víðihlíð í byrjun aprílmánaðar.
Lokun vistheimilisdeilda varð möguleg með nýbyggingu
Vesturhlíðar í október 2009 og nú með endurbótum á
4 íbúðum Víðihlíðar þar sem böð voru alveg endurnýjuð
og almennu viðhaldi sinnt.
Með flutningi starfseminnar í Skjóli í Neðrihlíð Úthlíðar
skapaðist rými fyrir sameiginlegt rými,starfsmenn og
aðstöðu næturvarða á 1.hæð Víðihlíðar.
 

29. Apríl 2010

Ađalfundur 2010

Aðalfundur Skálatúnsheimilisins var haldinn
að Skálatúni mánudaginn 19.apríl.
Ţar voru lagðir fram reikningar ársins 2009 og
framkvæmdastjóri flutti skýrslu um starfsemina
milli aðalfunda 2009 og 2010.
Auk stjórnar, varamanna og fulltrúa aðildarsamtaka
voru gestir fundarins fulltrúar Svæðisskrifstofu
Reykjaness og fulltrúar fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar.

29. September 2009

Langţráđur draumur ađ veruleika

vígsla1 

Mánudaginn 21.september, s.l. var nýbyggingin að Skálatúni vígð.

Rúmlega 50 gestir voru viðstaddir þar sem Gunnar Þorláksson framkvæmdastjóri flutti vígsluræðu og rakti aðdraganda byggingarinnar, hönnun og framkvæmd.  Sr. Ragnheiður Jónsdótti, sóknarprestur blessaði húsið, heimilismenn og starfsfólk, Helgi Seljan stjórnarmaður flutti frumortar vísur í tilefni dagsins og Þengill Oddsson formaður stjórnar Skálatúnsheimilisins afhenti íbúum hússins lykla og rósir.

vígsla4

Forstöðumaður hússins Jónína G.Árnadóttir fékk einnig afhentan master lykil og blómvönd.

Húsið hlaut nafnið Vesturhlíð.

Ţá voru bornar fram veitingar og gestir nutu leiðsagnar íbúa við skoðun hússins.

28. September 2009

Flutningar

Með tilkomu Vesturhlíðar verður veruleg breyting á búsetu heimilisfólks á Skálatúnsheimilinu. Segja má að flestir þeirra færist til á milli húsa og sérstaklega ánægjulegt má telja að við þessar breytingar flytjast 7 heimilismenn af vistdeildum í Úthlíð á sambýlin í Lönguhlíð og Litluhlíð.

Eftir flutningana verða 4 heimilismenn búandi í Neðrihlíð, en þegar er ákveðið að þeir fái pláss á sambýlum þegar lagfæringar á starfsmannaíbúðum í Víðihlíð er lokið, ekki seinna en 1.apríl 2010.

Undirbúningur og framkvæmd ofangreindra tilfærslna hefur reynt verulega á starfsfólk heimilisins, og sannast það sem vitað var hve mikil gæfa það er starfsemi heimilsins að hafa yfir að ráða þeim mannauð sem starfsfólkið er.

Hér er þakkað fyrir þá jákvæðni og lipurð sem starfsfólk hefur sýnt í hvívetna, því ljóst er að nokkur uppstokkun og tilfærsla starfsfólks milli deilda verður við flutningana.

14. Apríl 2009

Hagnýt og góđ gjöf !

Rafskutla 

Í dag færði Þórdís Guðnadóttir,iðjuþjálfi og starfsmaður fyrirtækisins Icepharma, Skálatúnsheimilinu góða gjöf frá fyrirtækinu. Um er að ræða rafskutlu af bestu tegund sem nýtist vel þeim heimilismönnum Skálatúnsheimilisins sem erfitt eiga um gang, á ferðum sínum milli húsa á lóð Skálatúns. Rafskutlan er af gerðinni “Mini Grosser” afar vel búin og auðveld í notkun. Um leið og lýst er ánægju með rafskutluna
eru fyrirtækinu Icepharma færðar fyllstu þakkir fyrir hugulsemina og þann stórhug sem sýndur er með gjöfinni.

3. Apríl 2009

Glervinnsla

Nú er hafin tilraunavinnsla á glermunum sem brenndir eru í hinum nýja leir- og glerbrennsluofni sem staðsettur er í kjallara Úthlíðar.Afraksturinn eru fallegir listmunir bæði til gagns og gamans og fyrirhugað er að heimilismenn vinna sjálfir.Hér er um að ræða kærkomna viðbót við dagsþjónustu heimilisins

4. Mars 2009

Falleg fermingarkort

KORT 

Nú eru til sölu á Vinnu- stofunum, einstaklega falleg handgerð fermingarkort á góðu verði. Kortin eru 350 kr. stk. Erum einnig með fleiri handgerð kort sem henta við flest tilefni. Hjá okkur er opið alla virka daga frá 8:00-15:30. Verið velkomin.

 

18. Febrúar 2009

Ţorrablót

Ţorrablót heimilismanna Skálatúnsheimilisins var haldið föstudaginn 6.febrúar s.l. í Safnaðarheimili Grensáskirkju og hófst kl. 19:00. Þetta var í nítjánda sinn sem þetta árlega þorrablót var haldið.oAllir heimilismenn ásamt fjölda ættingja og vina, auk fjölda starfsmanna, samtals um 120 manns sóttu blótið.

Veislustjóri var Garðar Hreinsson  í Norðurhlíð.  Naut hann góðrar aðstoðar Önnu Stínu og fórst verkefnið vel úr hendi. Mikil stemning var á staðnum enda þátttakendur þekktir fyrir að kunna vel að skemmta sér.0Maturinn kom að vanda frá fyrirtækinu Gæðakokkar í umsjá Magnúsar Níelssonar á Blikastöðum.  Magnús stjórnaði og lék undir fjöldasöng og lék ásamt fleiri hljóðfæraleikurum fyrir dansi.

Að loknu borðhaldi afhenti Jónína G. Árnadóttir, forstöðuþroskaþjálfi í Norðurhlíð  "Gáskabikarinn"  vegna ársins 2008, en bikarinn var að þessu sinni afhentur í 18.sinn.  Um er að ræða farandbikar sem gefin var af Íþróttasambandi fatlaðra fyrir ástundun í íþróttastarfi.oÍ þetta sinn hlaut Sigrún Jónsdóttir í Neðrihlíð bikarinn og er hún vel að honum komin.

Við afhendinguna kom fram að Sigrún sækti allar íþróttaæfingar glöð í bragði og talið að hún væri vel að þessum heiðri komin.  Við óskum Sigrúnu innilega til hamingju með titilinn.0Bikarinn hafði í eitt ár verið í umsjá Gerðar Jónsdóttur sem verðlaunahafa ársins 2007.

Anna Kristín Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs hafði að vanda veg og vanda af undirbúningi þorrablótsins og naut aðstoðar félaga úr Lionsklúbbnum Fold við framreiðslu og frágang eins og undanfarin ár og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir.Það er ómetanlegt að njóta aðstoðar þeirra sem með glöðu geði leggja fram aðstoð sem gerir öðrum kleift að gleðjast.

3. Febrúar 2009

Skálatúnsheimiliđ 55 ára og Vinnustofur 25 ára

Raggi Bjarna

Ţann 30.janúar s.l. var stofnað til fagnaðar í félagsheimili Skálatúns.Allir íbúar og hópur starfsmanna átti þess kost að hittast og minnast þess að þennan dag árið 1954 hóf Skálatúnsheimilið starfsemi sína að Skálatúni og á 30 ára afmæli heimilisins árið 1984 voru vinnustofurnar vígðar í núverandi formi. 

Leynigestur fagnaðarins Ragnar Bjarnason söngvari birtist þá með félaga sínum Þorgeiri Ástvaldssyni, hinum þekkta útvarpsmanni og skemmtikrafti.Er ekki að orðlengja það frekar að þeir félagar náðu upp þvílíkri stemmningu að allt ætlaði um koll að keyra og þakið á félagsheimilinu var við það að lyftast.

Ragnar söng fjölmörg af sínum þekktustu lögum við undirleik Þorgeirs á gamla góða píanóið og naut Ragnar aðstoðar nokkurra íbúa við sönginn. Segja má að íbúar hafi notið fagnaðarins með söng og dansi, auk þeirra sem börðu taktinn í sætum sínum.

Einn starfsmanna, Helga Margrét Bachmann var af Ragnari kölluð fram og sungu þau skiptisöng við mikinn fögnuð gestanna.  Margrét kom mjög á óvart með frammistöðu sinni og víst er að hún á framtíðina fyrir sér í dægurlagasöng ef henni sýnist svo. 

Að loknum söng var svo boðið til kaffi- og gosdrykkju og  meðlætið höfðu starfsmenn bakað. Um leið og Ragnari Bjarnasyni og Þorgeiri Ástvaldssyni er þakkað fyrir komuna og skemmtunina, er víst að aðdáendum þeirra hefur fjölgað , enda íbúar ákafir söng og dansunnendur. 

Heimilismenn færðu Ragnari og Þorgeiri gjafir sem framleiddar voru á vinnustofum Skálatúns, með kæru þakklæti fyrir komuna. Afmælanna verður einnig minnst með myndarlegri handavinnu og sölusýningu í vor. Sýningin verður nánar auglýst síðar.Toppmynd


Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré