Fréttir
12. Janúar 2007
Yfirþroskaþjálfi í Dagþjónustu
Yfirþroskaþjálfa vantar í 100 % stöðu dagþjónustu á Skálatúni. Er ekki einhver sem vill taka þátt í skemmtilegri uppbyggingu og stefnumótun á dagþjónustu? Starfssvið yfirþroskaþjálfa í dagþjónustu er eftirfarandi:
- Ber ábyrgð á faglegu starfi innan dagþjónustunnar m.t.t. markmiða Skálatúns.
- Setur fram markmið og mótar stefnu dagþjónustunnar.
- Endurmetur þjónustuna reglulega
- Veitir einstaklingsmiðaða þjónustu.
- Hefur hagsmuni þjónustunotenda í fyrirrúmi og stendur vörð um réttindi þeirra.
- Heldur uppi samstarfi við heimili og aðstandendur eins og kostur er.
- Kynnir starfsemi dagþjónustunnar fyrir starfsfólki og hópum.
- Veitir faglegan stuðning/ráðgjöf til annara starfsmanna.
- viðheldur og eykur þekkingu sína með því að sækja námskeið/fræðslu.
- Kynnir sér nýjungar og tileinkar sér eftir því sem hentar starfseminni.
- Tekur þátt í þverfaglegu samstarfi eftir þörfum
Staðan er laus frá 1. febrúar eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar Anna Kristín Gunnlaugsdóttir í síma 5306603 og Steinunn Guðmundsdóttir í síma 5306607
20. Nóvember 2006
Laus störf í búsetu
Stuðningsfulltrúa vantar í vetrarafleysingar í 100% stöðu, gangandi vaktir.
Stuðningsfulltrúa vantar í vaktavinnu,100% starf. Einnig vantar stuðningsfulltrúa í 45-50 % stöðu þar sem vaktir eru breytilegar. Upplýsingar gefur forstöðuþroskaþjálfi, Anna Kristín í síma 530 6603. Einnig er hægt að fylla út umsókn hér á netinu.
sækja um
20. Nóvember 2006
Endurnýjun minningargjafar
Styttan “Samspil” sem gefin var af Magnúsi Kristinssyni og dætrum til minningar um dóttur hans Jónínu Magnúsdóttur, í tilefni af 25 ára afmæli Skálatúns árið 1979, hefur nú verið lagfærð og endurnýjuð. Jónína var heimilismaður að Skálatúni en lést árið 1968.
Styttan sem áður var við Úthlíð hefur nú staðsett við Blönduhlíð sem upphafshús Skálatúnsheimilisins og núverandi skrifstofur. |
5. September 2006
Nýr bíll heimilismanna
Bílaumboð Ingvars Helgasonar tók eldri bílinn upp í þann nýja. Bíllinn er eins og áður 7 manna, og nýtist því vel fyrir flestar deildir Skálatúnsheimilisins. Það er kappsmál heimilismanna og starfsfólks að ganga vel um nýja bílinn. Bíllinn er í umsjá heimilisins en rekinn af heimilismönnum.
Nýlega var bifreið heimilismanna endurnýjuð. Eldri bíll var Opel Zaphira árgerð 2002 ekinn 105 þúsund kílómetra, en nýji bíllinn sömu gerðar er árgerð 2006.
4. September 2006
Tölvuver í dagþjónustu Skálatúnsheimilisins
KB-banki gaf á s.l. ári 4 notaðar tölvur sem vísi að tölvuveri í dagþjónustu Skálatúnsheimilisins.
Tölvurnar hafa nýst vel til spilunar leikja og örvunar í notkun tölva meðal heimilismanna.
Nýlega gaf bankinn endurbættar tölvur sem gagnast betur en þær fyrri, og festir í sessi aðgang að notkun þeirra.
Ljóst er að þetta frumkvæði KB-banka hefur hrint af stað tölvunotkun heimilismanna og á því þakkir skildar fyrir.
17. Júlí 2006
Nýr tækjabúnaður
Nú hefur verið keyptur og uppsettur lyftubúnaður á brautum í skynörvunarherbergi dagsþjónustu í Víðihlíð. Um er að ræða svokallað hákerfi sem þekur herbergið þannig að auðveldlega er hægt að komast á milli allra staða. Bætir þetta verulega aðgengi og öryggi þjónustunotenda. Einnig bætir það vinnuaðstöðu þeirra starfsmanna sem starfa við þjálfunina til mikilla muna.
Ákveðið hefur verið að kaupa rafmagnslyftara fyrir Neðrihlíð en slíkt tæki eykur þægindi og öryggi þeirra heimilismanna sem bundnir eru við hjólastól.
27. Apríl 2006
Opið hús-List án landamæra
|
Listahátíðin List án Landamæra verður formlega sett föstudaginn 28. apríl í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hátíðin stendur yfir til l3. maí með fjölbreytilegum og spennandi dagsskrárliðum sem án efa munu setja sterkan svip á menningarlífið. Hér má sjá dagsskrá hátíðarinnar í heild sinni http://throskahjalp.disill.is/media/files/list_an_landamaera.pdf Dagþjónustan á Skálatúni tekur nú í fyrsta sinn þátt í hátíðinni en í Ráðhúsinu sýna þrjár listakonur verk sín en það eru þær Edda Sigurðardóttir, Auður Eggertsdóttir og Gerður Jónsdóttir. Sýningin í Ráðhúsinu stendur frá föstudegi til sunnudags. Þann 11. maí verður opið hús hjá dagþjónustu Skálatúns. Þar verður kynning á starfsemi dagþjónustunnar sem varð samþætt um áramót. Með því varð starfssemin einstaklingsmiðaðri og sveigjanlegri. Einnig varð mikil breyting á aðstöðu og tækjakosti Hæfingar og Dagdvalar sem nú eru staðsettar í Víðihlíð. Opið verður frá klukkan 11-17 og verða girnilegar kaffiveitingar seldar á vegum ferðasjóðs íbúa Skálatúns. Við viljum bjóða alla hjartanlega velkomna á opið hús. Vinnustofurnar verða einnig með í handverksmarkaði sem verður í Hinu Húsinu laugardaginn 6. maí sem er langur laugardagur. |
9. Febrúar 2006
Þorrablót
Hið árlega þorrablót heimilismanna Skálatúnsheimilisins var haldið í Þróttarheimilinu föstudaginn 3. febrúar s.l.
Allir heimilismenn og fjöldi ættingja og vina sóttu blótið, auk fjölda starfsmanna.
Maturinn var í umsjá matreiðslumannsins Magnúsar Níelssonar á Blikastöðum, og þótti hann frábær að gæðum og vel útilátinn.
13. Janúar 2006
Lækjarás og Húsið
Fimmtudaginn 5. janúar fóru deildarstjórar dagþjónustu, ásamt forstöðuþroskaþjálfa og framkvæmdastjóra Skálatúnsheimilisins í heimsókn í dagþjónustuna í Lækjarási og dagdeildina ,,Húsið” að Blesugróf 31. Í Lækjarási tóku á móti okkur Laufey Gissurardóttir forstöðuþroskaþjálfi og Guðbjörg Haraldsdóttir yfirþroskaþjálfi. |
![]() |
12. Janúar 2006
VISS - Vinnu og hæfingarstöð
![]() |
Miðvikudaginn 4. janúar heimsóttu deildarstjórar dagþjónustu Skálatúnsheimilisins ásamt framkvæmdastjóra og forstöðuþroskaþjálfa, vinnu og hæfingarstöðina á Selfossi. VISS er rekin af Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi. Þar var vel tekið á móti okkur og starfsemina Þar var vel tekið á móti okkur og starfsemina kynnti Ragnhildur Jónsdóttir forstöðuþroskaþjálfi. | |
Leit
Toppmynd
