Fréttir
21. Desember 2005
Færandi hendi
![]() |
Þann 20.desember kom í heimsókn Þórdís Úlfarsdóttir útibússtjóri KB-banka í Mosfellsbæ. Segja má að hún hafi komið færandi hendi með dagbækur og konfekt sem hún bað fólk um vel að njóta. Við metum vel slíkar heimsóknir og um leið og þakkir eru færðar fyrir heimsókn og gjafir, er þakkað fyrir góða þjónustu starfsmanna KB-banka sem óþreytandi eru við að þjóna okkar |
bankaafgreiðsluþörfum og óskum þeim jafnframt gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
19. Desember 2005
Nýr vefur fyrir Skálatúnsheimilið
Í dag, 19.desember 2005, fór fram formleg opnun heimasíðu fyrir Skálatúnsheimilið. Þengill Oddson,formaður stjórnar Skálatúnsheimilisins opnaði síðuna. Óhætt er að segja að með því rættist sá draumur að koma á framfæri upplýsingum um starfsemi heimilisins, starfsfólk og fréttir af því sem helst er að gerast á hverjum tíma. Tölvuvæðing heimilisins á þessu ári var auðvitað forsenda fyrir því að nýta netið með þessum hætti, en ljóst er að gagn heimasíðunnar er bundinþví að áhugi starfsmanna sé nægur til að halda úti skrifum um fróðleg efni og fréttum úr starfinu. |
![]() |
14. Desember 2005
Jólahlaðborð starfsmanna
![]() |
Laugardaginn 10.desember s.l. fóru félagar í Starfsmannafélagi Skálatúnsheimilisins ásamt mökum austur á Hótel Örk. Flestir fóru tímanlega og nýttu sér aðstöðu hótelsins í sundlaug og gufubaði, á meðan aðrir lögðu sig og hvíldu fyrir kvöldið. Borð svignuðu undan glæsilegu jólahlaðborði og flestir borðuð yfir sig af vel úti látnum, fjölbreyttum og góðum mat. Hafa þurfti sig allan við að prófa allar þær matartegundir sem í boði voru. |
9. Desember 2005
Lúdó sextett og Stefán – Rokk í 45 ár
Þessi vinsæla hljómsveit hélt upp á 45 ára afmæli sitt með útgáfu geisladisks “ 45 Rokkár “
Á dögunum birtist einn hljómsveitarmeðlima, Hans Jensson, saxófónleikari og færði öllum heimiliseiningum Skálatúnsheimilisins eintak af diskinum með góðri kveðju frá hljómsveitinni.
Nú er rokkað af fullum krafti, enda heimilismenn þekktir að góðum danstakti og alltaf mikið fjör þegar góð danstónlist er í boði.
8. September 2005
Samningur um heimasíðugerð
![]() |
Stjórn Skálatúnsheimilisins samþykkti á fundi sínum þann 16.mars 2005 tillögu framkvæmdastjóra um uppsetningu heimasíðu fyrir Skálatúnsheimilið.
Þann 8.september var gerður samningur við Outcome hugbúnaðarfyrirtækið um aðstoð við uppsetningu síðunnar og hýsingu. |
Leit
Toppmynd
