Fréttir
19. Desember 2005
Nýr vefur fyrir Skálatúnsheimilið
Í dag, 19.desember 2005, fór fram formleg opnun heimasíðu fyrir Skálatúnsheimilið. Þengill Oddson, formaður stjórnar Skálatúnsheimilisins opnaði síðuna. Óhætt er að segja að með því rættist sá draumur að koma á framfæri upplýsingum um starfsemi heimilisins, starfsfólk og fréttir af því sem helst er að gerast á hverjum tíma. Tölvuvæðing heimilisins á þessu ári var auðvitað forsenda fyrir því að nýta netið með þessum hætti, en ljóst er að gagn heimasíðunnar er bundin því að áhugi starfsmanna sé nægur til að halda úti skrifum um fróðleg efni og fréttum úr starfinu. |
![]() |
Uppsetning innra nets heimasíðunnar er ætluð til að koma á framfæri efni til starfsmanna sem síður á erindi til almennings.
Með opnun heimasíðunnar er þess vænst að upplýsingar séu tiltækar þeim sem vilja kynna sér starfsemi, markmið og stefnu Skálatúnsheimilisins.
Leit
Toppmynd
