Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu vefs

Fréttir

8. Júlí 2014

REYKJAVIKUR MARAÞON

 

HEITUM Á HLAUPARA

HLAUPUM Í ÞÁGU SKÁLATÚNS


Það er einfalt fyrir hlaupara að stofna aðgang á hlaupastyrkur.is og safna áheitum. Byrja þarf á því að skrá sig í hlaupið á marathon.is. Í skráningarferlinu er hægt að velja eitt af skráðum góðgerðafélögum og stofnast þá viðkomandi sjálfkrafa á hlaupastyrkur.is að skráningu lokinni. Einnig geta skráðir hlauparar farið beint inn á hlaupastyrkur.is og stofnað aðgang í örfáum einföldum skrefum. Hægt er að deila söfnunarsíðu hlaupara  á samfélagsmiðlum og hvetja þannig vini og vandamenn til að heita á sig. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu eða með því að senda sms skilaboð.

Hlaupið í krafti fjöldans
Einstaklingar geta merkt sig í hóp og safnað í krafti fjöldans. Þessi möguleiki kom nýr inn í fyrra og getur verið hentugur fyrir fyrirtækjahópa, vinahópa, saumaklúbba o.fl. sem vilja standa saman að því að safna fyrir hin ýmsu málefni. Nánari upplýsingar um skráningu hlaupahópa má finna hér.
 
Þakkir til hlaupara
Íbúar og starfsfólk SKÁLATÚNS þakkar kærlega þeim sem hlupu í þágu SKÁLATÚNS á síðasta ári og hvetjum þá einnig til dáða í Reykjavíkurmaraþoni 2014

Hlaupastyrkur.is á ensku 
Viljum vekja athygli á því að hægt er að skoða hlaupastyrkur.is á ensku. Það gerir erlendum aðilum auðveldara að heita á hlaupara en einnig munu þeir fjölmörgu erlendu hlauparar sem taka þátt geta tekið þátt í áheitasöfnuninni.



Toppmynd


Stjórnborð

Forsíða vefsins Stækka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda þessa síðu Prenta þessa síðu Veftré