Beint ß lei­arkerfi vefsins
Fara ß forsÝ­u vefs

FrŠ­slustefna

Ůað er stefna Skálatúns að gefa starfsmönnum kost á fræðslu og þjálfun sem eykur hæfni og ánægju þeirra í starfi og gerir þá færari í því að takast á við ný og breytt verkefni.

Markmiðið með fræðslunni er tvíþætt. Annars vegar að stuðla að því að starfsmenn viðhaldi þekkingu sinni og hins vegar að gefa starfsmönnum tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.  Fræðslan þarf að byggja á þörfum stofnunarinnar en einnig skal taka tillit til þarfa og óska starfsmannsins.

Ůað er jafnt á ábyrgð starfsmanns sem yfirmanns að viðhalda og bæta fagþekkingu og aðra sérþekkingu sem nauðsynleg er starfsins vegna og til að þróast í starfi. 

Starfsmenn skulu sýna frumkvæði við að nýta sér fræðslu og möguleika til starfsþróunar..  Starfsþróun er á ábyrgð bæði starfsmannsins sjálfs og yfirmanns og felst, m.a. í  starfsmannasamtölum, símenntun, og samvinnu.

Allir starfsmenn eiga kost á starfsmannasamtali einu sinni á ári og annast forstöðumenn það. Þar mætast hagsmunir starfsmanna og Skálatúns og fram koma gagnkvæmar óskir og væntingar.

Fræðslunefnd og fræðslufulltrúi hafa það verkefni að viðhalda og móta fræðslustefnu Skálatúns

═ fræðslunefnd eru: Anna Kristín Gunnlaugsdóttir, Sigríður Kjartansdóttir og Steinunn Guðmundsdóttir

Hægt er að koma með ábendingar um efni og sérsniðna fræðslu til fræðlslunefndar á netfangið annakristin@skalatun.is.

Forstöðumenn bera ábyrgð á þjálfun og nauðsynlegri endurmenntun starfsmanna og skipuleggja hana í samráði við fræðslunefnd .

Námskeið / Fræðsla

Til fræðslu geta talist t.d. námskeið, ráðstefnur, fræðslufundir eða annað sem að mati yfirmanns nýtist starfsmanni í starfi.  Bæði getur verið um að ræða fræðslu sem starfsmenn Skálatúns standa fyrir og aðkeypt námskeið sem fara fram utan stofnunar.

Stefnt skal að því að hver starfsmaður fái tækifæri til að sækja, a.m.k. eitt námskeið á ári. Frumkvæði að þátttöku í námskeiði getur komið bæði frá starfsmanni og yfirmanni.  Almennt skulu námskeið vera í tengslum við starf viðkomandi og miðast fjárhagsaðstoð til þátttöku við það. Starfsmaður skal koma beiðni um námskeið til yfirmanns sem tekur afstöðu til þátttöku. 


Toppmynd


Stjˇrnbor­

ForsÝ­a vefsins StŠkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjˇnskerta Senda ■essa sÝ­u Prenta ■essa sÝ­u VeftrÚ